Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. febrúar 2021 11:00
Enski boltinn
Hættir Bale fljótlega í fótbolta?
Mynd: Getty Images
Í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær svöruðu Hjálmar Örn Jóhannsson og Ingimar Helgi Finnsson stuðningsmenn Tottenham spurningum frá lesendum.

Ágúst Bjarni spurði: Hversu sorglegt er að Bale sé hættur að geta eitthvað?

Bale kom aftur til Tottenham á láni frá Real Madrid síðastliðið haust en hefur lítið gert á þessu tímabili og mest setið á bekknum.

„Hann missti áhugann á fótbolta. Real Madrid vissi það greinilega. Síðan kemur hann og ætlar að endurnýja áhugann hjá Tottenham og finna gamla fílinginn. Það gerist ekki og ég heldað hann sé orðin hundleiður á fótbolta," sagði Hjálmar Örn Jóhannsson.

Ingimar Helgi Finnsson sagði: „Hann verður ekki áfram hjá Tottenham eða Real Madrid eftir þetta tímabil. Ég sé hann annað hvort hætta eða fara til Bandaríkjana þar esm hann getur verið í golfi endalaust á frábærum völlum."

„Ég held að hann hætti ekki. Hann fer eitthvert í 2-3 ár," sagði Hjammi um Bale.

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Gluggadagurinn og staða Mourinho
Athugasemdir
banner
banner