Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. febrúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær fékk staðfest að mistök voru gerð
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að eftirlitsmaður frá ensku úrvalsdeildinni sem var á leik liðsins gegn Sheffield United í síðustu viku hafi viðurkennt að mistök voru gerð í leiknum.

Solskjær var ósáttur við það að mark Sheffield United í fyrri hálfleik hafi fengið að standa. Billy Sharp, sóknarmaður Sheffield United, ýtti í bakið á David de Gea, markverði Man Utd, í aðdraganda marksins.

Svo skoraði Man Utd mark sem var dæmt af. Harry Maguire var talinn brotlegur í teignum.

„Ég fékk skýrslu frá eftirlitsmanninum og þar stóð að það voru tvö mistök gerð. Það var viðurkennt að markið þeirra átti ekki að standa og markið okkar átti að standa. Það breytir miklu fyrir okkur."

Leikurinn endaði 2-1 fyrir Sheffield United og eru þessi mistök því dýr fyrir Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner