
Miðvörðurinn Heiðdís Lillýardóttir er farin aftur út í atvinnumennsku en hún er gengin í raðir Basel í Sviss.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Breiðabliki.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Breiðabliki.
Heiðdís er uppalin í Hetti en hún lék svo með Selfossi 2015 og 2016 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks. Hún hefur leikið stórt hlutverk með Breiðabliki undanfarin ár en þetta er í annað sinn þar sem hún fer erlendis til að spila fótbolta.
Hún gekk í raðir Benfica í lok árs 2021 en sneri aftur í lið Breiðabliks fyrir síðasta sumar og spilaði þá tólf leiki í Bestu deildinni ásamt því að skora eitt mark.
Núna er hún farin til Sviss og er búin að semja við Basel sem er eitt stærsta félagið þar í landi. Basel er um þessar mundir í fimmta sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar.
„Við erum afar þakklát fyrir framlag Heiðdísar í grænu treyjunni og óskum henni alls hins besta á nýjum vettvangi!" segja Blikar.
Athugasemdir