Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. mars 2020 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Ari Leifsson til Strömsgodset (Staðfest)
Ari Leifsson er farinn til Noregs
Ari Leifsson er farinn til Noregs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Strömsgodset hefur fest kaup á Ara Leifssyni frá Fylki en þetta kemur fram í tilkynningu frá Fylki í kvöld.

Ari, sem er fæddur árið 1998, er uppalinn í Fylki en hann á að baki 63 leiki í deild- og bikar með liðinu.

Hann hefur heillað með U21 árs landsliði Íslands og þá spilaði hann fyrstu A-landsleiki sína í Los Angeles í janúar.

Norska félagið Strömsgodset hefur nú fest kaup á leikmanninum en kaupverðið er ekki gefið upp.

Strömsgodset hafnaði í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð

„Við höfum fylgst með Ara í einhvern tíma og hann hefur fengið góð meðmæli frá fólki sem hefur fylgst vel með íslenskum fótbolta. Ari er ungur og efnilegur varnarmaður með mikla hæfileika og gæði sem hentar okkar leikstíl," sagði Jostein Flo, yfirmaður íþróttamála hjá Strömsgodset.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner