Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. mars 2023 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttar Bjarni leggur skóna á hilluna
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Óttar Bjarni er 32 ára gamall en hann spilaði með Leikni síðasta sumar. Hann gat lítið beitt sér vegna höfuðmeiðsla og spilaði hann aðeins fjóra leiki.

Hann gekk aftur í raðir Leiknis fyrir síðasta tímabil eftir nokkur ár á Skaganum. Hann fékk hins vegar slæmt höfuðhögg og heilahristing í fyrstu umferð Bestu deildarinnar gegn KA.

Það tók langan tíma fyrir Óttar að snúa aftur á fótboltavöllinn eftir höfuðhöggið fyrir norðan en bakslög komu í ferlið. Honum tókst að snúa aftur en fékk svo aftur slæmt höfuðhögg í leik gegn Breiðabliki í ágúst.

Það var síðasti leikurinn sem Óttar spilaði á ferlinum, allavega í bili.

Óttar ólst upp með Leikni og lék með félaginu til 2016 en þá fór hann til Stjörnunnar. Í kjölfarið lék hann svo með ÍA frá 2019 til 2021. Virkilega flottur ferill hjá Breiðhyltingnum en núna ætlar hann að einbeita sér að öðru.
Athugasemdir
banner
banner