Íslendingalið Brescia vann Pordenone 4-1 í B-deildinni á Ítalíu í kvöld en Birkir Bjarnason kom við sögu í leiknum.
Birkir og Hólmbert Aron Friðjónsson byrjuðu báðir á bekknum en þeir eru nýkomnir til Ítalíu eftir að hafa spilað með íslenska landsliðinu í landsleikjatörninni.
Birkir kom inná sem varamaður á 80. mínútu í 4-1 sigri á meðan Hólmbert var hvíldur á bekknum.
Brescia er í 9. sæti með 42 stig, þremur stigum frá umspilssæti.
Óttar Magnús Karlsson fékk þá mínútur er Venezia tapaði fyrir Reggina, 2-0. Hann kom inná sem varamaður á 76. mínútu leiksins en Bjarki Steinn Bjarkason var fjarri góðu gamni og ekki í leikmannahóp Venezia.
Venezia er í 5. sæti deildarinnar með 49 stig og í mjög góðum málum hvað varðar umspilssæti þegar aðeins sjö leikir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir