Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. apríl 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Enska fótboltasambandið rannsakar hvort Podence hafi hrækt á Johnson
Leikmenn Forest voru brjálaðir út í Podence
Leikmenn Forest voru brjálaðir út í Podence
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið, FA, rannsakar nú atvik úr leik Nottingham Forest og Wolves, en Daniel Podence, leikmaður Wolves, er ásakaður um að hafa hrækt á Brennan Johnson, leikmann Forest. Þetta kemur fram í Athletic.

Podence, sem gerði jöfnunarmark Wolves í leiknum, var heitt í hamsi undir lok leiks.

Allt byrjaði þetta á því að Diego Costa og Cheikhou Kouyate lenti saman og mætti Podence í lætin. Stóð hann þá fyrir framan Johnson og virtist hrækja í andlitið á enska leikmanninum.

Johnson hélt um andlit sitt eftir atvikið og skoðaði VAR það, en sá ekkert athugavert við það sem þeir sáu úr myndavélunum og var David Coote, dómara leiksins, ekki skipað að fara að VAR-skjánum.

Allt bendir þó til þess að Podence hafi í raun hrækt á Johnson ef svipbrigðin eru skoðuð og staðfestir enska fótboltasambandið að það sé verið að rannsaka atvikið.

Steve Cooper, stjóri Forest, vildi ekki tjá sig um þetta umtalaða atvik eftir leik en gaf þó í skyn að Forest ætlaði með málið lengra.




Athugasemdir
banner
banner
banner