Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 02. apríl 2024 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
Alexandra: Allavega helmingnum af liðinu líður vel hér
Icelandair
Á landsliðsæfingu í dag.
Á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Að stoppa hana er mikill þáttur í því að vinna Pólland'
'Að stoppa hana er mikill þáttur í því að vinna Pólland'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuð hjá Ingibjörgu og Hildi á æfingunni.
Stuð hjá Ingibjörgu og Hildi á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það má búast við hörkuleik, allir leikir núna eru að fara vera hörkuleikir," sagði Alexandra Jóhannsdóttir við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í dag. Framundan er leikur gegn Póllandi í undankeppni EM. Sá leikur fer fram á föstudag á Kópavogsvelli. Eftir helgi mætir liðið svo Þýskalandi ytra.

„Þær eru náttúrulega með ótrúlega góðan framherja, að stoppa hana er mikill þáttur í því að vinna Pólland." Ewa Pajor, leikmaður Wolfsburg, er algjör lykilmaður í liði Póllands og hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum.

Íslenska liðið spilar aftur á Kópavogsvelli, en það lukkaðist vel í umspilsleiknum gegn Serbíu í síðasta landsliðsverkefni.

„Það leggst vel í mig að vera hér, mér líður vel hér, allavega helmingnum af liðinu líður vel hér," sagði Alexandra og hló. Kópavogsvöllur er auðvitað heimavöllur Breiðabliks og margar í landsliðshópnum hafa spilað með Breiðabliki. „Þetta er eins og að koma heim."

„Mér er alveg sama hvort það er gervigras eða gras. Ég kýs gervigras fram yfir frosið gras, Mér finnst bara fínt að spila á gervigrasi, boltinn rúllar vel og ég held að allar í hópnum hafa spilað á gervigrasi og eru vanar því."

Alexandra var spurð út í umspilið gegn Serbíu sem var síðasta verkefni liðsins. „Ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað þetta. Mér fannst fyrri leikurinn ekkert frábær, en mér fannst við gera vel í seinni leiknum þótt hann fór ekki nema 2-1. Við fengum marga sénsa, jú þær skora snemma, en mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur svona þegar ég er búin að horfa á hann aftur."

Eftir leikinn við Pólland er svo leikur gegn Þýskalandi. Ísland var líka með Þýskalandi í riðli í Þjóðadeildinni sem spiluð var síðasta haust. „Mér var svo sem alveg sama hvað af þessum topp fjórum liðum við vorum að fara fá."

Heldur þú að við séum á betri stað heldur en þegar við mættum Þjóðverjum síðasta haust?

„Já, ég held að við stelpurnar séu bara spenntar að spila við Þjóðverjana, sýna að við getum spilað ágætis bolta - sama hvort það sé bara að spila vörn og beita skyndisóknum sem virkar vel oft. Ég held að liðið sé betur stemmt en það var," sagði Alexandra.

Hún fer í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst, yfir stöðu Fiorentina og stöðu sína hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner