Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 02. apríl 2024 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
Alexandra: Allavega helmingnum af liðinu líður vel hér
Icelandair
Á landsliðsæfingu í dag.
Á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Að stoppa hana er mikill þáttur í því að vinna Pólland'
'Að stoppa hana er mikill þáttur í því að vinna Pólland'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuð hjá Ingibjörgu og Hildi á æfingunni.
Stuð hjá Ingibjörgu og Hildi á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það má búast við hörkuleik, allir leikir núna eru að fara vera hörkuleikir," sagði Alexandra Jóhannsdóttir við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í dag. Framundan er leikur gegn Póllandi í undankeppni EM. Sá leikur fer fram á föstudag á Kópavogsvelli. Eftir helgi mætir liðið svo Þýskalandi ytra.

„Þær eru náttúrulega með ótrúlega góðan framherja, að stoppa hana er mikill þáttur í því að vinna Pólland." Ewa Pajor, leikmaður Wolfsburg, er algjör lykilmaður í liði Póllands og hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum.

Íslenska liðið spilar aftur á Kópavogsvelli, en það lukkaðist vel í umspilsleiknum gegn Serbíu í síðasta landsliðsverkefni.

„Það leggst vel í mig að vera hér, mér líður vel hér, allavega helmingnum af liðinu líður vel hér," sagði Alexandra og hló. Kópavogsvöllur er auðvitað heimavöllur Breiðabliks og margar í landsliðshópnum hafa spilað með Breiðabliki. „Þetta er eins og að koma heim."

„Mér er alveg sama hvort það er gervigras eða gras. Ég kýs gervigras fram yfir frosið gras, Mér finnst bara fínt að spila á gervigrasi, boltinn rúllar vel og ég held að allar í hópnum hafa spilað á gervigrasi og eru vanar því."

Alexandra var spurð út í umspilið gegn Serbíu sem var síðasta verkefni liðsins. „Ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað þetta. Mér fannst fyrri leikurinn ekkert frábær, en mér fannst við gera vel í seinni leiknum þótt hann fór ekki nema 2-1. Við fengum marga sénsa, jú þær skora snemma, en mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur svona þegar ég er búin að horfa á hann aftur."

Eftir leikinn við Pólland er svo leikur gegn Þýskalandi. Ísland var líka með Þýskalandi í riðli í Þjóðadeildinni sem spiluð var síðasta haust. „Mér var svo sem alveg sama hvað af þessum topp fjórum liðum við vorum að fara fá."

Heldur þú að við séum á betri stað heldur en þegar við mættum Þjóðverjum síðasta haust?

„Já, ég held að við stelpurnar séu bara spenntar að spila við Þjóðverjana, sýna að við getum spilað ágætis bolta - sama hvort það sé bara að spila vörn og beita skyndisóknum sem virkar vel oft. Ég held að liðið sé betur stemmt en það var," sagði Alexandra.

Hún fer í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst, yfir stöðu Fiorentina og stöðu sína hjá félaginu.
Athugasemdir
banner