Marco Silva stjóri Fulham var eðlilega ósáttur með sína menn þegar liðið tapaði 3-1 gegn Nottingham Forest í kvöld.
Liðið lenti 2-0 undir eftir 20 mínútna leik og stuttu síðar ákvað Silva að gera þrefalda breytingu.
„Það var ekki bara eitthvað eitt að. Þetta var ekki bara þessum þremur leikmönnum að kenna sem voru teknir af velli. Ef ég hefði getað gert fleiri breytingar hefði ég gert það," sagði Silva í samtali við TNT eftir leikinn.
„Við munum undirbúa okkur næstu daga eiga alvarleg samskipti fyrir næsta leik."
Athugasemdir