Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. júní 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Caligiuri: Kominn tími til að berjast með kjafti og klóm
Hinn 32 ára gamli Caligiuri hefur verið með fast sæti í byrjunarliði Schalke frá komu sinni til félagsins í janúar 2017.
Hinn 32 ára gamli Caligiuri hefur verið með fast sæti í byrjunarliði Schalke frá komu sinni til félagsins í janúar 2017.
Mynd: Getty Images
Þýski bakvörðurinn Daniel Caligiuri, sem leikur yfirleitt á hægri kanti hjá Schalke, var svekktur eftir enn eitt tap Schalke um helgina.

Schalke tapaði á heimavelli gegn fallbaráttuliði Werder Bremen og er aðeins búið að næla sér í fjögur stig úr síðustu ellefu leikjum. Það eru 29 'töpuð' stig.

Tvítugi varnarmaðurinn Jean-Clair Todibo, sem er hjá Schalke að láni frá Barcelona, gerðist sekur um mistök gegn Bremen. Hann missti boltann á slæmum stað sem varð til þess að Leonardo Bittencourt skoraði það sem reyndist eina mark leiksins.

„Ég ætla ekki að kenna Jean-Clair um tapið. Jú hann tapaði knettinum og það leiddi til marks en í síðustu viku var það einhver annar. Vikuna á undan var það einhver annar. Við megum ekki leyfa svona hlutum að gerast, þetta er vandamál liðsheildarinnar," sagði Caligiuri.

„Núna er kominn tími til að berjast með kjafti og klóm."

Schalke var í Meistaradeildarbaráttu þar til fyrir ellefu umferðum þegar allt byrjaði að fara til helvítis. Schalke er fimm stigum frá Evrópudeildarsæti sem stendur og nítján stigum frá Meistaradeildinni.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner