Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   fös 02. júní 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ester Lilja í Fjölni (Staðfest)
watermark
Mynd: Fjölnir
Ester Lilja Harðardóttir er gengin í raðir Fjölnis frá HK en þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjölni.

Ester er 23 ára gömul og spilar stöðu sóknarmanns en hún er uppalinn í Breiðabliki.

Hún hefur spilað fyrir HK/Víking, Aftureldingu/Fram, Þrótt R. og HK.

Ester spilaði 7 leiki í Lengjudeildinni árið 2021 og skoraði 1 mark en hún mun spila með Fjölni á þessu tímabili.

Á mánudag lék hún sinn fyrsta leik fyrir Fjölni er liðið vann 8-2 sigur á KH í 2. deildinni.

Fjölnir er með 6 stig eftir fyrstu fjóra leikina.
Athugasemdir
banner