Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 02. júní 2023 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leao loksins búinn að framlengja
Mynd: EPA
AC Milan tilkynnti í dag að Rafael Leao væri búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Samningsviðræðurnar hafa tekið langan tíma og voru menn m.a. svekktir að ekki hefði verið búið að ganga frá samningamálunum fyrir HM í Katar.

En nú er allt frágengið, kantmaðurinn er samningsbundinn fram á sumarið 2028. Portúgalski sókknarmaðurinn kom til félagsins 2019 og hefur síðan leikið 162 leiki fyrir félagið, skorað 41 mark og lagt upp 29.

Á síðasta tímabili, þegar Milan varð Ítalíumeistari, var Leao valinn besti leikmaður deildarinnar.

Leao, sem er 23 ára, hefur mikið verið orðaður í burtu frá félaginu, orðaður við önnur stórlið, og gerði það ekkert til að fækka sögusögnunum að viðræðurnar um nýjan samning drógust á langinn.

Á leiktíðinni hefur Leao skorað 14 mörk og lagt upp 15 í 47 leikjum. Hann er í portúgalska hópnum sem kemur til Íslands eftir rúmar tvær vikur og mætir landsliðinu á Laugardalsvelli 20. júní.

Sjá einnig:
Leao verður með 170 milljóna evra klásúlu í samningi sínum
Athugasemdir
banner
banner
banner