Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. júlí 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Neville: Hvað ertu að gera Marcos Alonso?
Marcos Alonso fær gagnrýni eftir tapið gegn West Ham í gær.
Marcos Alonso fær gagnrýni eftir tapið gegn West Ham í gær.
Mynd: Getty Images
„Horfið á hann. Horfið á hann. Horfið á hann. Hvað ertu að gera Marcos Alonso? Hvað ertu að gera?" sagði Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports, um sigurmark West Ham gegn Chelsea í gær.

Andriy Yarmolenko skoraði sigurmarkið úr skyndisókn undir lokum en Neville var ekki hrifinn af varnarleiknum Alonso sem var lengi að skila sér til baka.

„Þetta kostaði Chelsea leikinn ásamt lélegri vörn hjá Rudiger. Marcos Alonso er jafn honum (Yarmolenko) þegar skyndisóknin byrjar en honum er alveg sama."

„Hlauptu til baka eins hratt og þú getur ef liðið þitt tapar boltanum. Þú lærir þetta þegar þú ert sex ára."


Framtíð Alonso er í óvissu hjá Chelsea en félagið gæti selt hann í Serie A í sumar.

Smelltu hér til að sjá mörkin í gær
Athugasemdir
banner
banner
banner