Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 11:46
Brynjar Ingi Erluson
Mkhitaryan gerir tveggja ára samning við Inter (Staðfest)
Henrikh Mkhitaryan er kominn til Inter
Henrikh Mkhitaryan er kominn til Inter
Mynd: Inter
Armenski sóknartengiliðurinn Henrikh Mkhitaryan gerði í dag tveggja ára samning við ítalska félagið Inter en hann kemur á frjálsri sölu frá Roma.

Þessi 33 ára gamli leikmaður varð samningslaus um mánaðamótin eftir að hafa spilað fyrir Roma síðustu þrjú tímabil.

Hann kom fyrst til Roma á láni frá Arsenal tímabilið 2019-2020 en hann fékk samningi sínum við enska félagið rift ári síðar og gekk hann í raðir Roma á frjálsri sölu í kjölfarið.

Mkhitaryan gerði tveggja ára samning við ítalska félagið en ákvað að framlengja ekki samning sinn.

Armenski landsliðsmaðurinn hefur rætt við Inter síðustu vikur og hefur hann nú gert tveggja ára samning við félagið.

Mkhitaryan hefur spilað með félögum á borð við Manchester United, Borussia Dortmund og Shakhtar Donetsk á ferlinum og á hann þá 95 landsleiki og 32 mörk að baki fyrir Armeníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner