Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 02. ágúst 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin frægðarför Frederik Ihler á Hlíðarenda
Frederik Ihler.
Frederik Ihler.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Frederik Ihler er farinn aftur heim til Danmerkur eftir stutt stopp hjá Val.

Ihler er 19 ára gamall danskur sóknarmaður sem kom til Vals frá AGF fyrir um þremur vikum síðan.

Hann spilaði sjö leiki með AGF og skoraði eitt mark í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, í leik gegn Nordsjælland.

Ihler spilaði þrjá leiki fyrir Valsmenn en tókst ekki að skora. Hann byrjaði gegn í tapi gegn ÍBV í Vestmannaeyjum en kom inn á sem varamaður í hinum tveimur leikjunum sem hann spilaði.

Ihler er núna farinn aftur heim til AGF; þetta var engin frægðarför hjá honum til Íslands.

Valur er í fimmta sæti Bestu deildarinnar. Ólafur Jóhannesson tók nýverið við liðinu af Heimi Guðjónssyni. Næsti leikur Vals er gegn FH á morgun.
Athugasemdir
banner
banner