Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 02. ágúst 2023 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorri Stefán til Lyngby (Staðfest)
Mynd: Lyngby
Þorri Stefán Þorbjörnsson er genginn í raðir danska félagsins Lyngby. Á þessu vakti umboðsmaður hans, Halldór Ragnar Emilsson, athygli á Instagram reikningi sínum í dag.

Lyngby kaupir Þorra frá FH þar sem hann hefur verið í eitt og hálft ár en hann kom til FH frá Fram. Hann lék sinn fyrsta og keppnisleik með FH gegn einmitt Fram í júní.

Þorri er stór og stæðilegur örvfættur hafsent sem einnig hefur leyst stöðu vinstri bakvarðar í U17 landsliðinu. Hann á níu leiki að baki með U17, þrjá með U16 og tvo með U15. Hann byrjaði alla þrjá leiki U17 í miliriðli fyrir EM í mars en Ísland gerði jafntefli í öllum leikjunum og komst ekki á lokamótið.

Þorri fór til sænsku meistaranna í Häcken á reynslu í upphafi árs. Hann vakti athygli á síðasta ári þegar hann skoraði tvö aukaspyrnumörk í sigri U17 landsliðsins gegn Lúxemborg. Sá sigur tryggði liðinu sæti í fyrrnefndum milliriðli.

Hann skrifar undir tveggja og hálfs árs samning við Lyngby og mun spila með U19 liði félagsins til að byrja með.


Athugasemdir
banner
banner
banner