Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fös 02. ágúst 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Erum alls ekki að reyna losa Patrik
Patrik sleit krossband í maí í fyrra.
Patrik sleit krossband í maí í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Patrik Johannesen hefur verið sterklega orðaður við FH að undanförnu. Fimleikafélagið bauð í Færeyinginn en svo þróuðust málin þannig að framherjinn ákvað að vera áfram í Breiðalbiki.

Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, um stöðu Patriks. Hann kom ekki við sögu í fyrri leiknum gegn Drita í forkeppni Sambansdeildarinnar og var sömuleiðis ónotaður varamaður gegn KR.

„Patrik er frábær leikmaður og við vitum það. Hann glímdi við erfið meiðsli í fyrra og hann á skilið rosalegt hrós fyrir þá vinnu sem hann lagði á sig í endurhæfingunni. Hann gerði vel að koma sér í toppstand. En hluti af ferlinu er líka þolinmæði. Það er ekkert óeðlilegt að eftir svona erfið meiðsli séu mínúturnar færri en þær hefðu annars verið."

„Hann vildi velta fyrir sér hvort það yrðu fleiri mínútur í boði annars staðar. Skilaboðin frá okkur voru ekki þau að það væru fáar mínútur í boði, en auðvitað komu leikir þar sem hann spilaði minna. Fram að þessum tveimur leikjum hafði hann byrjað þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum. Ég held að Patrik sé á fínum stað með spiltíma. Hann þarf bara að vera þolinmóður og grípa tækifærið,"
sagði Halldór Árnason í samtali við Fótbolta.net á miðvikudagskvöldið.

Býst Dóri við því að halda honum út tímabilið?

„Við erum alls ekki að reyna losa hann, en við vorum alveg opnir fyrir því að ef hann væri alveg harður á því að vija leita einhvert annað þá vildum við ekki loka á það. Svo er það hans ákvörðun að vera í Breiðabliki áfram og reyna berjast fyrir sínu. Það er hugrakkt af honum og vel gert," sagði þjálfarinn.

Færeyski landsliðsmaðurinn er samningsbundinn Blikum út næsta ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner