Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   fös 02. september 2022 22:06
Anton Freyr Jónsson
Úlfur Arnar: Mér fannst við spila gríðarlega vel
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekktur að hafa tapað leiknum. Mér fannst við spila gríðarlega vel, stjórnuðum leiknum frá fyrstu sekúndu fram að því þangað til þeir komast yfir 2-1 og þá hendum við öllu fram og reyna koma til baka. Við eigum bara að stúta leiknum á fyrstu 20 mínútunum, það var bara eitt lið á vellinum, gerum ein mistök og fáum á okkur víti sem var gjörsamlega í gegn gangi leiksins og ég er bara mjög svekktur að tapa leiknum." sagði Úlfur Arnar Jökulsson svekktur eftir 1-3 tapið gegn HK í Kórnum í kvöld.


Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Fjölnir

Fjölnismenn stýrðu leiknum og þá sérstaklega í síðari hálfleik en HK skapaði sér nánast ekkert þangað til þeir komast í 2-1. 

„Þeir klúðra ekki færi fyrr en í stöðunni í 3-1 þegar Hassan kemst einn í gegn og Sigurjón ver og það er eina færið í leiknum sem þeir nýta ekki en svona er þetta bara. Við vorum góðir í öllu nema skapa okkur afgerandi færi og skora mörk."

Fjölnismenn með tapinu í kvöld eiga ekki séns á að komast upp þar sem sigur HK tryggði liðið upp í Bestu deildinni að ári og var Úlfur spurður um síðustu tvær umferðir deildarinnar.

„Ég vill nota tækifærið og óska HK innilega til hamingju með að komast upp í efstu deild og sömuleiðis Fylkismönnum. Við förum í næsta til þess að vinna og svo förum við í þarnæsta leik til þess að vinna. Það hefur alltaf verið planið. Við löggðum upp sumarið þannig að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og líka bara vinna í öllum markmiðunum sem við settum okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir