Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 21:32
Brynjar Ingi Erluson
Al Nassr staðfestir kaupin á Angelo og Simakan
Mohamed Simakan er kominn til Al Nassr
Mohamed Simakan er kominn til Al Nassr
Mynd: Al Nassr
Sádi-arabíska félagið Al Nassr hefur staðfest kaupin á þeim Angelo Gabriel og Mohamed Simakan.

Simakan er aðeins 24 ára gamall miðvörður sem kemur frá RB Leipzig í Þýskalandi.

Frakkinn var orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool í glugganum en hann hefur verið frábær með Leipzig síðustu ár og kemur því á óvart að hann sé farinn til Sádi-Arabíu á þessum tímapunkti ferilsins.

Kaupverðið er 40 milljónir evra og skrifaði hann undir hjá Al Nassr í kvöld, rétt fyrir gluggalok.

Félagið hefur einnig fengið brasilíska vængmanninn Angelo frá Chelsea.

Angelo er 19 ára gamall vængmaður sem samdi við Chelsea á síðasta ári. Hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Strasbourg í Frakklandi, en hafði ekki þolinmæðina í verkefnið hjá Chelsea og er nú mættur til Al Nassr fyrir 18 milljónir punda.

Al Nassr er komið með góðan hóp sem ætti að geta barist um titla, en þeir Cristiano Ronaldo, Sadio Mane, Marcelo Brozovic, Aymeric Laporte, Wesley, Bento og Anderson Talisca eru allir á mála hjá félaginu.




Athugasemdir
banner
banner
banner