Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 02. september 2024 10:06
Elvar Geir Magnússon
Ólíklegt að Foden verði með gegn Heimi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Guardiola stjóri Manchester City telur ólíklegt að Phil Foden verði með enska landsliðinu í komandi Þjóðadeildarleikjum, vegna veikinda.

Þessi 24 ára leikmaður hefur bara spilað 45 mínútur á þessu tímabili.

Lee Carsley bráðabirgðastjóri Englands valdi hann í hópinn fyrir komandi Þjóðadeildarleiki gegn Írlandi og Finnlandi. Heimir Hallgrímsson stýrir írska landsliðinu í fyrsta sinn gegn Englandi.

„Í augnablikinu býst ég ekki við því að hann verði með. Honum líður ekki vel," segir Guardiola.

Foden hefur spilað 41 landsleik fyrir England og byrjaði alla leiki liðsins á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner