Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 02. október 2020 14:14
Magnús Már Einarsson
Erik aldrei getað valið jafn sterkan hóp síðan hann tók við
Icelandair
Erik Hamren ræðir við fréttamenn í dag.
Erik Hamren ræðir við fréttamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, segist aldrei í starfstíð sinni með liðið hafa getað valið jafn öflugan hóp og fyrir komandi leiki. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn.

„Í fyrsta skipti síðan ég tók við gat ég valið alla leikmenn fyrir utan Hólmbert sem stóð sig vel í síðasta verkefni. Hann hefði verið áhugaverður kostur fyrir þennan hóp en hann er eini meiddi leikmaðurinn," sagði Erik á fréttamannafundi í dag.

„Þetta er sterkur hópur með mikil gæði og mikla reynslu. Ég vona að það hjálpi okkur að ná sigrinum. Margir leikmenn hafa tekið þátt í umspili áður og það er líka mikilvægt. Ég fór í umspil með Svía og við töpuðum gegn Portúgal í umspili fyrir sæti á HM. Síðan unnum við í umspili fyrir sæti á EM. Það var öðruvísi að vera með hóp sem hefur gert þetta áður."

„Vonandi hjálpar reynslan okkur því leikmenn hafa gert þetta áður (í umspili fyrir HM 2013 gegn Króatíu). Reynslan ef EM og HM mun líka hjálpa en þetta snyst ekki bara um reynslu. Við þurfum að gera hluti á vellinum. Við finnum á leikmönnum hversu mikið þeir vilja vinna þennan leik."


Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson snýr aftur í hópinn eftir að hafa raðað inn mörkum með Val að undanförnu.

„Við Freyr ræðum alltaf hvaða leikmenn eru bestir fyrir hvert verkefni. Reynsla og gæði Birkis eru þannig að ég tók þá ákvörðun að hafa hann með. Þetta er það sama með hann og aðra, ég hef ekki tilkynnt að hann sé hættur og hann hefur ekki tilkynnt mér að hann sé hættur. Hann er mjög spenntur að koma," sagði Erik á fréttamannafundi í dag.

Smelltu hér til að sjá hópinn
Athugasemdir
banner
banner