Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. október 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Kantmaður Atalanta til Man Utd?
Powerade
Tottenham vill fá Rudiger.
Tottenham vill fá Rudiger.
Mynd: Getty Images
Xherdan Shaqiri
Xherdan Shaqiri
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins ber keim af því að félagaskiptaglugginn lokar á mánudag. Kíkjum á stöðuna.



Tottenham hefur beðið um að fá Antonio Rudiger (27) varnarmann Chelsea á láni. (Express)

Arsenal hefur samþykkt að lána miðjumanninn Lucas Torreira (24) til Atletico Madrid en í staðinn mun félagið fá Houssem Aouar frá Lyon. (AS)

PSG hefur einnig áhuga á að fá Aoaur í sínar raðir. (L'Equipe)

Leicester er tilbúið að hlusta á tilboð í kantmanninn Demarai Gray (24) en hann á ár eftir af samningi sínum. (Mirror)

Harvey Barnes (22) er að fá nýjan samning hjá Leicester en hann var valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skipti í gær. (Telegraph)

Inter er að undirbúa tilboð í Marcos Alonso (29) vinstri bakvörð Chelsea. (Sky Sports)

Bayern Munchen er í viðræðum við Chelsea um að fá Callum Hudson-Odoi (19) á láni. (Bild)

Manchester United er að reyna að fá Amad Traore (18) kantmann Atalanta. (Manchester Evening News)

Roma er nálægt því að kaupa Chris Smalling (30) varnarmann Manchester United. (The Athletic)

Tvö félög hafa áhuga á að fá Xherdan Shaqiri (28) frá Liverpool. (Liverpool Echo)

Fulham er að reyna að á miðvörð áður en glugginn lokar á mánudag. Timo Baumgartl (24) varnarmaður PSV Eindhoven er á óskalistanum. (Telegraph)

Fulham hefur einnig boðið 13,7 milljónir punda í Jean-Clair Todibo (20) miðvörð Barcelona. (ESPN Deportes)

Barcelona vonast til að selja Todibo og geta keypt Erik Garcia (19) frá Barcelona í staðinn. (AS)

Leeds hefur hætt við að fá Michael Cuisance (21) miðjumann Bayern Munchen eftir að hann féll á læknisskoðun. (The Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner