Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. október 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 19. umferðar: Magnamenn banka á dyrnar
Lengjudeildin
Magni vann Þrótt í fallbaráttuslag.
Magni vann Þrótt í fallbaráttuslag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólon Breki Leifsson.
Sólon Breki Leifsson.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Vladan Djogatovic.
Vladan Djogatovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni á flesta fulltrúa í liði 19. umferðar í Lengjudeildinni eftir afar mikilvægan sigur gegn Þrótti í fallbaráttuslag. Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna er þjálfari umferðarinnar, og þrír leikmenn hans eru í liðinu.

Freyþór Hrafn Harðarson og Tómas Örn Arnarson voru öflugir í vörn Magna og Alexander Ívan Bjarnason átti góðan leik á miðjunni.



Leiknir á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eftir 7-0 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði. Sólon Breki Leifsson skoraði þrennu og með honum í liði umferðarinnar frá Leikni eru Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon.

Keflavík vann ÍBV í toppbaráttuslag. Nacho Heras og Jonny Ngandu áttu þar góðan leik fyrir Keflvíkinga sem eru á toppi deildarinnar þessa stundina.

Vladan Djogatovic átti mjög góðan leik fyrir Grindavík í sigri á Víkingi Ólafsvík og sömuleiðis átti Sigurður Bjartur Hallsson góðan leik fyrir Grindvíkinga í 3-0 sigri.

Þá er Þórir Guðjónsson í liði umferðarinnar í fjórða sinn eftir frammistöðu sína í sigri Fram á útivelli gegn Vestra.

Lið fyrri umferða:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 18. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner