Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir sýndi það og sannaði í dag af hverju hún er fyrirliði West Ham United en hún átti stóran þátt í því að liðið vann London City Lionesses í enska deildabikarnum.
West Ham var tveimur mörkum undir þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.
Hamrarnir komu til baka og skoruðu, en seint í uppbótartíma jafnaði Dagný metin fyrir West Ham og kom liðinu í vítaspyrnukeppni.
Sú vítaspyrnukeppni var ansi löng, svo löng að Dagný tók tvær spyrnur og skoraði úr þeim báðum.
Það reyndist sigurspyrnan því lið London Lionesses skaut himinhátt yfir í þeirri næstu og vann því West Ham í vítaspyrnukeppninni, 10-9.
West Ham er með 2 stig í 2. sæti C-riðils í deildabikarnum og fær 2 stig fyrir sigurinn þar sem liðið vann ekki eftir venjulegan leiktíma á meðan London City fær eitt stig.
DAGNYYYYYYYYYY! 👏
— West Ham United Women (@westhamwomen) October 2, 2022
The Skipper has equalised late on! ⚒️#LCLWHU 2-2 pic.twitter.com/wnTYaKBuWZ
Athugasemdir