Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 02. október 2023 19:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Beta veit ekki hvað tekur við - Útilokar að taka við íslensku félagsliði
watermark Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var það tilkynnt að Elísabet Gunnarsdóttir mun láta af störfum hjá sænska félaginu Kristianstad eftir tímabilið. Hún hefur stýrt liðinu síðan í janúar 2009 og gert virkilega flotta hluti.

Í samtali við RÚV segir Elísabet það óljóst hvert verður hennar næsta starf.

„Ég ætla bara að vera hreinskilin og segja að ég veit það ekki. Ég tók þessa ákvörðun nýlega. Svo er bara að sjá hvort að eitthvað er í boði og þá hvað er í boði og hvað mig langar að gera. Ég ætla bara að vera opin fyrir öllu í þessu lífi," segir Elísabet sem hefur oft verið orðuð við landsliðsþjálfarastólinn hjá íslenska kvennalandsliðinu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna hefur fengið nokkra gagnrýni.

„Ég er ekki að snúa til Íslands til þess að þjálfa félagslið eins og staðan er núna. Ég hef hafnað tilboðum þaðan nú þegar og mun skoða kannski aðra kosti í stöðunni."

   28.09.2023 12:45
Áhyggjufull yfir stöðu landsliðsins - „Þurfum að fara í einhverja naflaskoðun"

Athugasemdir
banner
banner
banner