Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 02. október 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Stjarnan getur tryggt sér Evrópusæti
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki nema einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem lokaleikur næstsíðustu umferðar tímabilsins í efri hluta Bestu deildarinnar á sér stað.

Stjarnan tekur þar á móti Íslandsmeisturum Víkings R. sem eru löngu búnir að tryggja sér titilinn og spila því þýðingarlítinn leik.

Stjörnumenn geta hins vegar tryggt sér sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar með sigri eða jafntefli í kvöld.

Garðbæingar eru nú þegar svo gott sem með öruggt sæti í Evrópu á næsta ári, þar sem þeir eru þremur stigum fyrir ofan FH og KR og með umtalsvert betri markatölu.

Þá á U15 landslið Íslands leik við sterkt lið Spánar í æfingamóti á vegum evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA.

Leikur kvöldsins:
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)

UEFA Development:
12:00 Spánn U15 - Ísland U15
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 21 3 3 76 - 30 +46 66
2.    Valur 27 17 4 6 66 - 35 +31 55
3.    Stjarnan 27 14 4 9 55 - 29 +26 46
4.    Breiðablik 27 12 5 10 52 - 49 +3 41
5.    FH 27 12 4 11 49 - 54 -5 40
6.    KR 27 10 7 10 38 - 48 -10 37
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner