Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   mán 02. október 2023 20:38
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
watermark Kolbeinn Birgir Finnsson.
Kolbeinn Birgir Finnsson.
Mynd: Getty Images
Kolbeinn Finnsson lék allan leikinn fyrir Lyngby sem vann öflugan 2-1 útisigur gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, upp í sjötta sætið og í efri hluta deildarinnar.


„Það er gaman að geta komið hingað og geta stolið þremur stigum," sagði Kolbeinn við Sæbjörn Steinke fréttamann Fótbolta.net sem er í Óðinsvéum. Hann segir Lyngby hafa byrjað leikinn illa en náð að vinna sig inn í hann.

Meðal leikmanna Lyngby er spænski miðvörðurinn Marc Muniesa sem kom upp úr La Masia hjá Barcelona á sínum tíma, auk þess að hafa spilað fyrir Stoke. Hvernig er að spila með honum?

„Það er mjög gaman. Þetta er frábær leikmaður, ennþá í góðu formi og gott að hafa hann bak við sig. Hann er mjög öruggur á boltann og það eru mikil gæði í honum og hann les leikinn vel," segir Kolbeinn en fyrra mark Lyngby í kvöld kom eftir hornspyrnu frá honum.

Mads Kikkenborg markvörður Lyngby átti hreint frábæran leik í kvöld.

„Hann er ekki eðlilega góður. Það er mjög gott að hafa Kikkenborg í markinu. Hann á það til að bjarga okkur helvíti vel."

En að Kolbeini og veru hans í Lyngby, hann hefur spilað afskaplega vel síðan hann kom til félagsins. Hvernig er lífið í Danmörku?

„Ég er ekkert eðlilega sáttur. Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig," segir Kolbeinn sem kom til félagsins í janúar eftir að hafa verið hjá varaliði Borussia Dortmund.

Í viðtalinu ræðir hann meira um Dortmund og fer nánar yfir þá ákvörðun sína að fara til Lyngby en hann hafði úr fleiri kostum að velja.
Athugasemdir
banner
banner
banner