Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 02. október 2023 20:38
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Kolbeinn Finnsson lék allan leikinn fyrir Lyngby sem vann öflugan 2-1 útisigur gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, upp í sjötta sætið og í efri hluta deildarinnar.


„Það er gaman að geta komið hingað og geta stolið þremur stigum," sagði Kolbeinn við Sæbjörn Steinke fréttamann Fótbolta.net sem er í Óðinsvéum. Hann segir Lyngby hafa byrjað leikinn illa en náð að vinna sig inn í hann.

Meðal leikmanna Lyngby er spænski miðvörðurinn Marc Muniesa sem kom upp úr La Masia hjá Barcelona á sínum tíma, auk þess að hafa spilað fyrir Stoke. Hvernig er að spila með honum?

„Það er mjög gaman. Þetta er frábær leikmaður, ennþá í góðu formi og gott að hafa hann bak við sig. Hann er mjög öruggur á boltann og það eru mikil gæði í honum og hann les leikinn vel," segir Kolbeinn en fyrra mark Lyngby í kvöld kom eftir hornspyrnu frá honum.

Mads Kikkenborg markvörður Lyngby átti hreint frábæran leik í kvöld.

„Hann er ekki eðlilega góður. Það er mjög gott að hafa Kikkenborg í markinu. Hann á það til að bjarga okkur helvíti vel."

En að Kolbeini og veru hans í Lyngby, hann hefur spilað afskaplega vel síðan hann kom til félagsins. Hvernig er lífið í Danmörku?

„Ég er ekkert eðlilega sáttur. Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig," segir Kolbeinn sem kom til félagsins í janúar eftir að hafa verið hjá varaliði Borussia Dortmund.

Í viðtalinu ræðir hann meira um Dortmund og fer nánar yfir þá ákvörðun sína að fara til Lyngby en hann hafði úr fleiri kostum að velja.
Athugasemdir
banner
banner
banner