Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 09:19
Elvar Geir Magnússon
Vann með Ten Hag og segir hann skorta eldmóð og ástríðu
Benni McCarthy.
Benni McCarthy.
Mynd: Twitter/Fabrizio Romano
Benni McCarthy var í þjálfarateymi Erik ten Hag í tvö ár en hann lét af störfum fyrir þetta tímabil. McCarthy var spurður að því í viðtali hvað vanti upp á hjá Manchester United í leikjum.

„Í nútíma fótbolta tel ég að leikmenn vilji sjá aðeins meiri ástríðu í stjóranum sínum. Þeir vilja finna að þjálfarinn sé með þeim í þessu og tilbúinn að berjast með þeim," segir McCarthy.

„Þegar kemur að leikfræðinni held ég að Erik sé meðal þeirra bestu. Honum vantar bara eldmóð og ástríðu."

McCarthy gagnrýndi einnig leikmenn Manchester United í viðtalinu og sagði að margir þeirra gæfu ekki allt í æfingar liðsins.

Ten Hag er talinn vera á þunnum ís eftir 3-0 tap gegn Tottenham um síðustu helgi
Enski boltinn - Nú hljóta þeir að reka Ten Hag og Palmer sjóðheitur
Athugasemdir
banner
banner
banner