Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   mán 02. nóvember 2015 21:27
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Mirror 
Teddy Sheringham tekur fram skóna
Sheringham gerði garðinn frægan hjá Tottenham og Man Utd.
Sheringham gerði garðinn frægan hjá Tottenham og Man Utd.
Mynd: Getty Images
Gamla kempan Teddy Sheringham er búinn að taka fram takkaskóna á nýjan leik.

Sheringham tók við Stevenage í ensku D-deildinni í byrjun sumars og hefur ekki gengið nægilega vel á upphafi tímabilsins þar sem liðið er aðeins með 14 stig eftir 16 umferðir.

Nú hefur Sheringham ákveðið að taka fram skóna á nýjan leik og er búinn að láta skrá sig sem leikmann fyrir bikarleik gegn Welwyn Garden City á miðvikudaginn.

Kevin Watson, 41 árs gamall aðstoðarþjálfari Stevenage, er einnig búinn að láta skrá sig sem leikmann.

Til gamans má geta að hinn 49 ára gamli Sheringham getur ekki orðið elsti leikmaður til að vera valinn í leikmannahóp Stevenage, þar sem 56 ára gamall markvörður að nafni Dave Beasant var á bekk liðsins á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner