lau 02. nóvember 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marotta vill afnema kaupsamninga
Mynd: Getty Images
Giuseppe Marotta, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus og núverandi framkvæmdastjóri Inter, vill afnema kaupsamninga í knattspyrnuheiminum.

Hann telur alltof mikið umstang vera í kringum félagaskipti og telur markaðinn hafa þróast á neikvæðan hátt þegar leikmenn reyna að skipta sem oftast um félag fyrir fjárhagslegan ávinning.

Marotta leggur til að leggja niður kaupverð á leikmönnum eftir að þeir hafa náð 25 ára aldri. Þeir séu einfaldlega verktakar sem skrifi undir samning og séu frjálsir ferða sinna þegar samningstímabilinu lýkur.

„Áður fyrr stjórnuðu knattspyrnufélögin öllu hvað varðaði örlög leikmanna. Þau gátu sent leikmenn á milli sín eins og pakka með pósti án þess að viðkomandi leikmenn fengu nokkuð um það sagt. Reglunum var breytt 1978 og eftir innkomu Bosman reglunnar hefur þetta þróast í öfuga átt," segir Marotta.

„Nú eru það leikmenn sem ráða ferðinni og er þetta að verða jafn öfgakennt og áður. Öfgar eru aldrei af hinu góða og því þarf að finna nýja lausn á þessu vandamáli.

„Að mínu mati væri góð lausn að afnema kaupverð leikmanna. Þetta er svipað og með leikara. Þeir skrifa undir samning fyrir bíómynd og þegar samningatímabilinu er lokið geta þeir skrifað undir annan samning fyrir aðra bíómynd.

„Það væri þó ekki sniðugt að afnema kaupverð fyrir leikmenn undir 25 ára aldri. Það þarf kaupverð til að verja uppeldisfélögin sem myndu annars ekkert fá í sinn hlut fyrir að ala upp gæðaleikmenn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner