Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fim 02. desember 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Glazer fundar með stuðningsmönnum Man Utd
Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United.
Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United.
Mynd: Getty Images
Joel Glazer, annar af formönnum Manchester United, mun í janúar taka þátt í fundi með nýstofnaðri stuðningsmannanefnd United. Fundurinn er settur á til að styrkja böndin milli félagsins og stuðningsmanna.

Richard Arnold sem er í framkvæmdastjórn United mun einnig sitja fundinn en talið er að hann taki við daglegum rekstri þegar Ed Woodward stígur til hliðar.

Alls verða sjö talsmenn stuðningsmanna á fundinum, þar á meðal Christopher Saad sem er annar af formönnum stuðningsmannanefndarinnar. Hann hefur allt sitt líf haldið með United og er reyndur lögmaður.

„Ég hef trú á því að við munum koma á fót nýju jákvæðu líkani fyrir þátttöku stuðningsmanna," segir Saad.

„Stundum verður samkomulag, stundum ágreiningsefni. Við munum ekki hika við að segja okkur skoðun hreint út."
Athugasemdir
banner
banner