Þróttarar eru að styrkja sig fyrir komandi átök í 2. deild karla. Félagið hefur fengið þrjá leikmenn í sínar raðir.
Þróttur fær Birki Björnsson frá Leikni, Dylan Chiazor frá Hollandi og Izaro Abella Sanchez frá Spáni. Þeir Dylan og Izaro hafa báðir eikið hér á landi áður.
Þróttur fær Birki Björnsson frá Leikni, Dylan Chiazor frá Hollandi og Izaro Abella Sanchez frá Spáni. Þeir Dylan og Izaro hafa báðir eikið hér á landi áður.
Birkir er fæddur 1993, hann á að baki um tæplega 160 leiki í meistaraflokki og þar af 27 leiki í efstu tveimur deildum. Birkir hefur oftast leikið sem bakvörður og gerir hann þriggja ára samning við Þrótt.
Birkir kom við sögu í fjórum leikjum hjá Leikni Reykjavík í sumar en rann út á samningi eftir tímabilið. Hann býr yfir mikilli reynslu sem nýtast mun ungum leikmannahópi Þróttar og styrkja varnarleik liðsins.
Dylan Chiazor er 23 ára Hollendingur sem lék síðast með Leikni. Dylan er bæði leikinn og fljótur og á eftir að nýtast Þrótti vel. Hann leikur sem kantmaður og hefur leikið í neðri deildum Hollands en hann lék með Leikni Reykjavík seinni hluta tímabilsins 2020.
Dylan gerir samning út 2022. Hann hefur æft með Þrótti að undanförnu og skoraði m.a. í æfingaleik gegn Fram í síðustu viku.
Izaro Abella Sanchez er 25 Spánverji frá Bilbao. Hann er alinn upp í neðri deildum á Spáni og hefur áður leikið bæði með Þór á Akureyri og Leikni á Fáskrúðsfirði. Izaro er sömuleiðis kantmaður og býr yfir miklum hraða og tækni. Izaro gerir einnig samning út 2022.
Izaro kom fyrst til Íslands fyrir sumarið 2019 og var frábær með Fáskrúðsfirðingum í 2. deild. Hann náði ekki að blómstra með Þór sumarið 2020 og skipti aftur yfir í Leikni fyrir seinni hluta tímabilsins og skoraði tvö mörk í nítján leikjum með liðinu í 2. deild í sumar.
Athugasemdir