Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   lau 02. desember 2023 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Enn eitt tapið hjá Jóni Degi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og hans menn í Leuven í Belgíu töpuðu fimmta deildarleiknum í röð í kvöld er liðið heimsótti belgíska meistaraliðið Antwerp heim.

Jón Dagur var í byrjunarliði Leuven í leiknum og spilaði rúman klukkutíma áður en honum var skipt af velli.

Leuven hefur gengið herfilega í síðustu leikjum en þetta var fimmta tapið í röð.

Þjálfarinn Marc Brys var rekinn í október og tók Oscar Garcia við í byrjun nóvember, en honum hefur gengið erfiðlega að snúa gengi Leuven við.

Liðið er í 14. sæti með aðeins 12 stig, þremur stigum á eftir Íslendingaliði Eupen.
Athugasemdir
banner
banner