Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 03. janúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dembele ekki til sölu
Franska úrvalsdeildarfélagið Lyon segir sóknarmanninn Moussa Dembele ekki vera til sölu.

Hinn 23 ára gamli Dembele hefur verið orðaður við Chelsea sem er ekki lengur í félagaskiptabanni.

Dembele hefur skorað tíu mörk í frönsku úrvalsdeildinni og verið einn af fáum ljósum punktum hjá Lyon, sem er í 12. sæti deildarinnar í Frakklandi.

Michy Batshuayi og Olivier Giroud gætu verið á förum frá Chelsea í janúar og því gæti félagið reynt að fá inn sóknarmann. Dembele þekkir vel til á Bretlandseyjum eftir að hafa áður fyrr leikið með Fulham og Celtic, en hann er ekki á förum núna.

Franska félagið sendi frá sér yfirlýsingu og í henni stóð: „L'OL vill ítreka sína ósk, eins og í sumarglugganum 2019, að halda Moussa Dembele."

Lyon vonast til að halda Dembele næstu árin.
Athugasemdir
banner