Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 03. janúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olmo vonast til að fara til Barcelona sem fyrst
Barcelona er að reyna að fá hinn 21 árs gamla Dani Olmo aftur til félagsins frá Dinamo Zagreb í Króatíu.

Olmo er uppalinn hjá Barcelona. Hann yfirgaf félagið árið 2014 og samdi við Dinamo Zagreb. Hann hefur verið að gera frábæra hluti hjá Dinamo og sýndi hann flotta takta í Meistaradeild Evrópu og heillaði þar stjórnarmenn Börsunga.

Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir A-landslið Spánar á síðasta ári og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þeim leik.

Olmo leikur sem kantmaður eða sóknarsinnaður miðjumaður. Hann vonast til að snúa aftur til Barcelona sem fyrst.

„Ég vil fara á EM með Spáni og það verður erfitt ef ég held áfram að spila hérna í Króatíu. Ég vil taka skref fram á við svo ég geti haldið áfram að bæta mig," sagði Olmo við L'Esportiu.
Athugasemdir