Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 03. febrúar 2019 21:49
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Þetta er eins og í amerískum fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ágúst Þór Gylfason var mjög sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Ég er mjög sáttur við þetta, við erum búnir að koma okkur í marga úrslitaleiki síðan ég tók við en ekki unnið þá marga þannig þetta var frábær vinnusigur hjá okkur og gaman að vinna Stjörnuna og hampa titlinum.'' Voru fyrstu orð Gústa eftir leik.

„Já kannski, við erum kannski að læra núna og vinna úrslitaleiki.'' Sagði Gústi, aðspurður hvort það mætti líkja honum við Jurgen Klopp, þar sem þeir fara reglulega í úrslitaleiki en vinna ekki nógu marga.

„Þetta er mjög skýtið, þetta er bara eins og í amerískum fótbolta, ég held að hvorki við né okkar dómarar séu að taka ákvörðun um þetta, þetta hlýtur að koma frá Evrópu.'' Sagði Gústi um nýju regluna með að það sé dómarauppkast fari boltinn upp í loft.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur, við fögnum þessum titli í dag og ég er mjög sáttur við hópinn.'' Sagði Gústi spurður út í leikmannamál.

„Þetta er frábært starf og rosalega margir góðir ungir leikmenn og það er ákveðið hrós til mín að heyra að ég sé að gefa þeim séns.'' Voru lokaorð Gústa en hann hefur getið af sér gott orð fyrir það að gefa ungum leikmönnum sénsa.

Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan en Gústi er meðal annars spurður út í stöðuna á Davíð og Willum, en erlend félög hafa verið að narta í hælana á þeim.
Athugasemdir
banner