Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 03. febrúar 2019 21:49
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Þetta er eins og í amerískum fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ágúst Þór Gylfason var mjög sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Ég er mjög sáttur við þetta, við erum búnir að koma okkur í marga úrslitaleiki síðan ég tók við en ekki unnið þá marga þannig þetta var frábær vinnusigur hjá okkur og gaman að vinna Stjörnuna og hampa titlinum.'' Voru fyrstu orð Gústa eftir leik.

„Já kannski, við erum kannski að læra núna og vinna úrslitaleiki.'' Sagði Gústi, aðspurður hvort það mætti líkja honum við Jurgen Klopp, þar sem þeir fara reglulega í úrslitaleiki en vinna ekki nógu marga.

„Þetta er mjög skýtið, þetta er bara eins og í amerískum fótbolta, ég held að hvorki við né okkar dómarar séu að taka ákvörðun um þetta, þetta hlýtur að koma frá Evrópu.'' Sagði Gústi um nýju regluna með að það sé dómarauppkast fari boltinn upp í loft.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur, við fögnum þessum titli í dag og ég er mjög sáttur við hópinn.'' Sagði Gústi spurður út í leikmannamál.

„Þetta er frábært starf og rosalega margir góðir ungir leikmenn og það er ákveðið hrós til mín að heyra að ég sé að gefa þeim séns.'' Voru lokaorð Gústa en hann hefur getið af sér gott orð fyrir það að gefa ungum leikmönnum sénsa.

Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan en Gústi er meðal annars spurður út í stöðuna á Davíð og Willum, en erlend félög hafa verið að narta í hælana á þeim.
Athugasemdir
banner
banner