Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 21:56
Brynjar Ingi Erluson
England: Sjálfsmark Wan-Bissaka skildi liðin að
Skot Cole Palmer fór af Aaron Wan-Bissaka og í netið
Skot Cole Palmer fór af Aaron Wan-Bissaka og í netið
Mynd: EPA
Marc Cucurella fagnar í kvöld
Marc Cucurella fagnar í kvöld
Mynd: EPA
Chelsea 2 - 1 West Ham
0-1 Jarrod Bowen ('42 )
1-1 Pedro Neto ('64 )
2-1 Aaron Wan-Bissaka ('74 , sjálfsmark)

Chelsea er komið aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið sneri við taflinu gegn West Ham og vann 2-1 sigur á Stamford Bridge í kvöld.

Heimamenn vildu fá vítaspyrnu strax á 8. mínútu. Marc Cucurella og Emerson áttust við í teignum sem endaði með því að Spánverjinn datt, en þegar endursýning er skoðuð sést að Cucurella hélt utan um djásnin á Emerson.

Filip Jörgensen kom inn í mark Chelsea í stað Robert Sanchez sem hefur verið heldur slakur á tímabilinu. Jörgensen var fremur stressaður á boltann í byrjun leiks, en fann aðeins taktinn eftir að hann varði skot Jarrod Bowen úr þröngu færi.

West Ham tók forystuna undir lok hálfleiksins. Levi Colwill barðist við Mohammed Kudus á vængnum og ákvað í annað sinn í leiknum að senda boltann til baka, en í bæði skiptin komst Bowen inn í sendinguna.

Colwill var heppinn í fyrra atvikinu en þá dæmdi Attwell brot á Kudus, en hann var ekki jafn heppinn í seinna atvikinu þar sem Bowen slapp í gegn og skoraði. Colwill bað aftur um aukaspyrnu en fékk ekki.

Alphonse Areola varði aukaspyrnu Cole Palmer meistaralega á lokamínútum hálfleiksins og gengu því Hamrarnir inn í búningsklefa með eins marks forystu.

Pedro Neto, sem kom inn af bekknum í síðari hálfleik, jafnaði metin á 64. mínútu. Bowen vildi fá aukaspyrnu á Colwill hinum megin á vellinum en ekkert gefið. Chelsea keyrði í sókn og var það Neto sem fékk boltann hægra megin.

Hann kom með fyrirgjöf sem datt síðan fyrir Enzo Fernandez en boltinn af varnarmanni og aftur út á Neto sem skoraði með góðu skoti í nærhornið.

Tíu mínútum síðar kom sigurmarkið. Cole Palmer átti skot úr teignum sem fór af Aaron Wan-Bissaka og yfir Areola í markinu. Lítið sem Frakkinn gat gert í þessu marki.

West Ham hafði átt ágætis kafla fram að sigurmarkinu þar sem Kudus átti meðal annars skalla í stöng, en gestunum tókst ekki að nýta færin.

Chelsea hélt út og vann mikilvægan 2-1 sigur á nágrönnum sínum, en liðið er í 4. sæti með 43 stig á meðan West Ham er í 15. sæti með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner