Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
   sun 02. febrúar 2025 22:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford: Þetta var auðveld ákvörðun
Mynd: Aston Villa
„Ég vil þakka Manchester United og Aston Villa að látta þennan lánssamning verða að veruleika," skrifaði Marcus Rashford á Instagram síðu sína í kvöld.

Aston Villa staðfesti í kvöld að Marcus Rashford væri genginn til liðs við félagið á láni frá Man Utd út tímabilið en Villa getur keypt hann fyrir 40 milljónir punda í sumar.

Rashford var orðaður við Dortmund, AC Milan, Barcelona, Juventus, PSG og félög í Sádi-Arabíu en hann mun nú klára tíimabilið með Aston Villa.

„Ég var heppinn að nokkur félög höfðu samband en það var auðveld ákvörðun að velja Aston Villa. Ég dáist að því hvernig þeir hafa spilað á þessu tímabili og metnaðinn hjá stjóranum," skrifar Rashford.

„Ég vil bara spila fótbolta og er mjög spenntur að byrja. Ég óska öllum hjá Man Utd alls hins besta á tímabilinu."



Athugasemdir
banner
banner