Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. apríl 2021 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir norskir strákar í Hauka (Staðfest)
Martin Søreide.
Martin Søreide.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar hafa bætt við sig tveimur norskum leikmönnum fyrir átökin í 2. deild karla í sumar.

Martin Søreide og Sander Forø eru 21 árs gamlir og koma þeir frá norska félaginu Ull/Kisa. Martin spilar sem miðjumaður og Sander spilar sem miðjumaður en getur einnig leyst sóknarstöðurnar.

Báðir hafa þeir verið viðloðandi meistaraflokkinn hjá Ull/Kisa áður en allt fór í lás þar í landi. Þeir eru þeir spenntir að koma til Íslands og spila aftur fyrir fyrrum þjálfarann sinn, Igor Bjarna Kostic sem er núverandi þjálfari Hauka.

Martin hefur spilað 13 leiki með Ull/Kisa og Sander hefur leikið fjóra leiki, en Ull/Kisa spilar í næstefstu deild í Noregi.

Fredrik Vestgård íþróttastjóri Ull/Kisa segir í viðtali á heimasíðu félagsins að þetta sé frábært tækifæri fyrir drengina að prófa nýtt umhverfi og þróast sem knattspyrnumenn og hjálpa Haukum um að berjast um sæti í Lengjudeildinni að ári.

„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagna nýjum samningum við Martin og Sander og bjóðum þá hjartanlega velkomna í félagið," segir í tilkynningu Hauka sem höfnuðu í fimmta sæti 2. deildar á síðustu leiktíð.


Sander Jonassen Forø
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner