sun 03. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Junior Sambia úr lífshættu - Fær að fara heim
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn ungi Junior Sambia lenti illa í kórónuveirunni og var í lífshættu um tíma. Sambia, sem þurfti að anda í gegnum öndunarvél, var leiddur í dá af læknum um síðustu helgi og vakinn tæpum sólarhring síðar.

AFP greinir frá því að Sambia er kominn úr lífshættu og fær að fara aftur heim til sín eftir erfiðar vikur.

Löng endurhæfing bíður Sambia, en hann er 23 ára gamall og spilar fyrir Montpellier í efstu deild franska boltans.

„Hann hræddi úr okkur líftóruna í síðustu viku. Öllum hjá félaginu leið hörmulega. Hann hringdi svo í mig núna á þriðjudaginn og það var ótrúlega gott að heyra röddina hans," sagði Laurent Nicollin, forseti Montpellier.

„Núna líður honum vel og hefur fengið leyfi til að yfirgefa spítalann. Hann þarf mikla hvíld en honum líður mun betur."

Óljóst er hvort Sambia geti náð fullum bata á hálsi og öndunarfærum. Ferill hans sem atvinnumaður í knattspyrnu gæti verið í hættu.

Sjá einnig:
Leikmaður Montpellier á gjörgæslu útaf kórónuveirunni
Junior Sambia vakinn úr dái - Getur andað án vélar
Athugasemdir
banner
banner