Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. maí 2021 19:09
Brynjar Ingi Erluson
England: Diagne náði í stig fyrir WBA
Fabio Silva skoraði fyrir Wolves og fagnar hér markinu
Fabio Silva skoraði fyrir Wolves og fagnar hér markinu
Mynd: EPA
West Brom 1 - 1 Wolves
0-1 Fabio Silva ('45 )
1-1 Mbaye Diagne ('62 )

Vonir WBA um að halda sér uppi eru sáralitlar eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves í nágrannaslag í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Hawthornes-leikvanginum í kvöld.

Wolves réði lögum og lofum í leiknum og gengu hlutirnir erfiðlega fyrir heimamenn. Sam Allardyce, stjóri WBA, gerði breytingu strax á 33. mínútu er hann skipti Matty Phillips inn fyrir Dara O'Shea.

Aðeins tólf mínútum síðar komust Wolves yfir eða rétt undir lok fyrri hálfleiks. Portúgalski sóknarmaðurinn Fabio Silva gerði markið eftir sendingu frá Nelson Semedo. Kyle Bartley reyndi að hreinsa frá en það vildi ekki betur en svo að boltinn fór af Silva og í netið.

Mbaye Diagne jafnaði metin fyrir WBA á 62. mínútu leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Conor Townsend.

Það var mikil rigning í kvöld og hafði það áhrif á gæði leiksins en það fékkst ekki sigurmark. Erfið úrslit fyrir WBA sem er í næst neðsta sæti með 26 stig þegar fjórir leikir eru eftir og tíu stigum frá öruggu sæti. Wolves er á meðan í 12. sæti með 42 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner