
Sveindís Jane Jónsdóttir er í byrjunarliði Wolfsburg sem mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildar kvenna klukkan 14 í dag.
Hún hefur verið frábær á kantinum í liðinu og verður spennandi að sjá hana eiga við frábært lið Barcelona.
Ljóst er að nýtt lið taki við bikarnum í leikslok en Lyon er ríkjandi meistari.
Leikurinn hefst klukkan 14 og er í beinni útsendingu á Rúv og á youtube.
Leikurinn fer fram á Philips Stadium í Eindhoven.
Wolfsburg (4-3-3) Frohms, Rauch, Janssen, Hendrich, Wilms, Roord, Oberdorf, Huth, Popp, Pajor, Sveindís Jane
Barcelona (4-3-3): Panos, Bronze, Paredes, León, Rolfó, Bonmati, Walsh, Guijarro, Hansen, Parlluelo, Caldentey
Athugasemdir