Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. júní 2023 10:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gundogan að semja við Barcelona - Gerrard til Leeds?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: epa
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er í boði BBC. Tekinn saman af öllum helstu miðlum heims.



Ilkay Gundogan leikmaður Manchester City er nálægt því að semja við Barcelona. Hann mun ganga til liðs við félagið þegar samningi hans lýkur í sumar og skrifa undir þriggja ára samning. (Sport)

Chelsea setur 35 milljón punda verðmiða á króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic, 29, en hann er við það að ganga til liðs við Man City. (90min)

Arsenal hefur náð samkomulagi við Declan Rice, 24, miðjumann West Ham og enska landsliðsins. (FootallTransfers)

Bayern Munchen hefur ekki gefist upp á því að fá Rice eftir góðann fund við hann í London, þýsku meistararnir eru að undirbúa tilboð. (Sky Sports Þýskaland)

West Ham mun reka David Moyes ef liðið vinnur ekki úrslitaleik Sambandsdeildarinnar gegn Fiorentina á miðvikudaginn. (Guardian)

Man Utd mun bjóða Chelsea að fá Harry Maguire, 30, í skiptu fyrir Mason Mount, 24. (Mirror)

Bayern og Man Utd hafa áhuga á serbneska framherjanum Dusan Vlahovic, 23, sem vill fara í sumar ef Max Allegri verður áfram stjóri Juventus þar sem samband þeirra er ekki gott. (Nicolo Schira)

Liverpool er tilbúið að borga riftunarákvæði í samningi Alexis Mac Allister, 24, leikmanni Brighton sem nemur 55-60 milljónum punda. (Football Insider)

Chelsea vill fá Moises Caicedo, 21, frá Brighton og Manuel Ugarte, 22, frá Sporting til að bæta við miðjuna hjá sér. (Guardian)

Forráðamenn Barcelona eru bjartsýnir á að fjárhagsplön félagsins verði samþykkt af La Liga sem gerir félaginu kleift að byrja félagsskiptin. Þau innihalda að næla aftur í 35 ára gömlu goðsögnina, LIonel Messi á frjálsri sölu frá PSG. (90min)

Karim Benzema mun klára síðasta árið á samningi sínum hjá Real Madrid þrátt fyrir sögusagnir um að þessi 35 ára gamli Frakki sé tilbúinn að samþykkja spennandi tilboð frá Sádí Arabíu. (Marca)

Félög í Sádí Arabíu eru byrjuð að hafa samband við Sergio Ramos, 37, sem hefur staðfest að hann muni yfirgefa PSG á frjálsri sölu í sumar. (Fabrizio Romano)

N'Golo Kante, 32, hefur einnig fengið tilboð frá Sádí Arabíu en PSG hefur einnig áhuga á franska miðjumanninum. Samningur hans hjá Chelsea er runninn út. (90min)

Real Madrid hefur áhuga á Kai Havertz leikmanni Chelsea. (Mundo Deportivo)

Randal Kolo Muani, 24, er skotmark Manchester United en hann hefur sjálfur reynt að koma sér til Real Madrid þar sem hann er staðráðinn í að yfirgefa Frankfurt í sumar. (Marca)

Everton reynir að næla í Tammy Abraham, 25, framherja Roma fyrir 27 milljónir punda. (Sun)

Newcastle er staðráðið í að vinna Aston Villa í baráttunni um Kieran Tierney, 25, bakvörð skoska landsliðsins og Arsenal. (Times)

Reiss Nelson, 23, mun skrifa undir nýjan samning við Arsenal (Mail)

Sheffield United er að íhuga tilboð í enska varnarmanninn Conor Coady, 30, eftir að lánssamningi hans lauk hjá Everton. (Football Insider)

Steven Gerrard, 43, og Scott Parker, 42, eru orðaðir við stjórastöðu Leeds United ásamt Carlos Corberan, 40, stjóra WBA. (Telegraph)

Leicester gerir aðra tilraun til að reyna næla í Graham Potter fyrrum stjóra Brighton og Chelsea en félagið reyndi að næla í þennan 48 ára gamla Englending fyrr á tímabilinu. (Sun)

Benfica og Inter Milan hafa áhuga á Jordi Alba, 34, en hann hefur tilkynnt brottför frá Barcelona í sumar. (Marca)


Athugasemdir
banner
banner
banner