Spænska félagið Real Madrid er afar áhugasamt um að fá Kai Havertz frá Chelsea í sumar en þetta segja spænskir miðlar.
Havertz kom aðeins að tíu mörkum í 47 leikjum með Chelsea á leiktíðinni og átti afar erfitt uppdráttar í fremstu víglínu.
Þrátt fyrir vonbrigðatímabil er hann á lista hjá Real Madrid og er áhuginn mikill.
Chelsea er opið fyrir því að selja hann í sumar en þó kemur ekki til greina að lána hann.
Félagið vill fá háa upphæð fyrir Havertz eða um 90 milljónir punda en Real Madrid er einungis reiðubúið að borga um 65 milljónir punda.
Christopher Nkunku kemur til Chelsea frá RB Leipzig í sumar og því ekki mikil þörf á Havertz.
Carlo Ancelotti, þjálfari Madrídinga, er sá sem er að kalla eftir því að fá Havertz. Ef hann fer að nýta færin sín betur þá gæti hann skinið á Spáni.
Athugasemdir