Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. júní 2023 16:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þeir eru á þeim stað að í rauninni er þetta frábært tímabil"
Mynd: EPA

Manchester United tapaði úrslitaleik enska bikarsins í dag gegn erkifjendum sínum í Manchester City.


United var í 3. sæti í úrvalsdeildinni sem er mikil bæting frá því á síðustu leiktíð. Þá vann liðið enska deildabikarinn.

Úrslitaleikur enska bikarsins var sýndur á Stöð 2 Sport í dag og sérfræðingarnir þar, Albert Brynjar Ingason og Aron Jóhannsson fóru yfir tímabilið hjá United.

„Þeir enda í 6. sæti í fyrra með 58 stig, hann endar í 3. sæti núna með 75 stig og koma liðinu þetta langt. Ég er á því, auðvitað er þetta frábært tímabil," sagði Albert Brynjar.

„Ég er sammála því. Það er kannski leiðinlegt að nota orðið 'frábært' þegar maður er að tala um Manchester United að enda í 3. sæti og vinna einn bikar og tapa í úrslitum en í rauninni er það bara það. Þeir eru á þeim stað að í rauninni er þetta frábært tímabil fyrir Manchester United," sagði Aron Jó.

Þeir telja að með tveimur eða þremur nýjum leikmönnum í sumar geti United verið vel samkeppnishæft á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner