
Lassana Diarra, Paul Pogba, Riyad Mahrez, Benjamin Mendy, Dimitri Payet og Steve Mandanda spiluðu allir með Le Havre
Franska félagið Le Havre er komið upp í frönsku úrvalsdeildina en fjórtán ár eru frá því það spilaði síðast í efstu deild.
Le Havre er þekkt fyrir að vera með eina allra bestu akademíu Frakklands en leikmenn á borð við Paul Pogba, Dimitri Payet, Benjamin Mendy, Steve Mandanda, Lassana Diarra, Jean-Alain Boumsong, Ibrahim Ba, Brice Samba, Papa Gueye og Loic Bade koma allir þaðan. Þá spilaði Riyad Mahrez með liðinu fyrstu ár sín í atvinnumennsku.
Liðið vann frönsku B-deildina í gær eftir að hafa unnið Dijon, 1-0, í lokaumferðinni.
Það mun því spila í efstu deild á næstu leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá fagnaðarlætin á vellinum eftir sigurinn.
C’est fou ! ???? pic.twitter.com/Qhwa2ZuBdr
— Havre Athletic Club ?? (@HAC_Foot) June 2, 2023
Athugasemdir