
„Þetta var erfitt. Ef markið sem var dæmt af hefði staðið hefði þetta verið rúst," sagði Gary Martin, markaskorari leiksins, í viðtali í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 0 Víkingur Ó.
Vindur var á annað markið í kvöld og skoraði ÍBV bæði mörkin í seinni hálfleik þegar vindurinn var á mark ÍBV.
„Það hentar mér betur að spila á móti vindi því þá er hægt að setja boltann inn fyrir vörnina. Þetta er flottur sigur gegn góðu liði sem mun vera ofarlega í sumar."
Gary var spurður hvort hann myndi hjápa yngri strákunum í ÍBV að klára færin sín.
„Nökkvi og Guðjón klikkuðu á góðum færum. Ég þarf líka að kenna Dóra að taka útspark. Jesús Kristur hann hitti myndavélina nokkrum sinnum," sagði Gary.
Nánar er rætt við Gary í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir