„Jói setti leikinn upp og við fylgdum því fullkomlega, við pressuðum þá hátt og vorum duglegir," sagði Viktor Jónsson, sóknarmaður ÍA, eftir 4-1 sigur á Val.
„Vinnusemin var í ruglinu. Þetta var geðveikt."
„Vinnusemin var í ruglinu. Þetta var geðveikt."
Lestu um leikinn: Valur 1 - 4 ÍA
Viktor telur að vinnusemin og eljan í liði ÍA hafi verið lykill að sigri. „Já, klárlega. Enn á 94. mínútu erum við að taka spretti fram og til baka. Við viljum meira. Vinnusemin, dugnaðurinn og leikplanið."
Viktor fær góðan fjölda stiga í Draumaliðsdeild Eyjabita og þeir sem eru með hann í liðinu geta vel við unað eftir þennan leik hjá honum í kvöld.
„Þeir eru heppnir sem hafa tekið sénsinn á mér í sumar. Verði þeim að góðu."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Helvítis basl að vera með minn mann í fantasy.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) July 3, 2020
Athugasemdir