Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Keflvíkingar í fínum málum eftir sigur á Fram
Frans Elvarsson var öflugur í liði Keflvíkinga
Frans Elvarsson var öflugur í liði Keflvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon gerði tíunda deildarmark sitt
Guðmundur Magnússon gerði tíunda deildarmark sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 3 - 1 Fram
1-0 Frans Elvarsson ('3 )
2-0 Patrik Johannesen ('31 )
2-1 Guðmundur Magnússon ('74 )
3-1 Ígnacio Heras Anglada ('78 )
Lestu um leikinn

Keflavík vann fjórða leik sinn í Bestu deild karla á þessu tímabili er liðið bar sigurorð af Fram, 3-1, á HS Orkuvellinum í Keflavík í kvöld.

Það tók heimamenn tæpar þrjár mínútur að koma boltanum í netið en eftir darraðadans í teignum barst boltinn á Almarr Ormarsson sem ætlaði að hreinsa frá en hann fór af Frans Elvarssyni og þaðan í netið.

Patrik Johannesen bætti við öðru marki fyrir Keflavík eftir hálftímaleik en Nacho Heras kom boltanum á Frans, sem framlengdi hann áfram á Patrik og átti hann ekki í neinum vandræðum með að koma knettinum í netið.

Heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og nýttu sínar aðgerðir vel. Fram fékk sín færi en náðu þó ekki að opna Keflvíkinga.

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, varði vel frá Joey Gibbs í byrjun síðari hálfleiks, en Gibbs kom sér í færi að gera út um leikinn.

Nokkrum mínútum síðar kom Indriði Áki Þorláksson boltanum í netið með góðum skalla en markið var dæmt af vegna rangstöðu og virtist munum nokkrum sentímetrum á að hann hafi verið réttstæður.

Framarar fengur sitt mark á endanum. Guðmundur Magnússon gerði tíunda deildarmark sitt. Tiago átti laglega fyrirgjöf frá vinstri á kollinn á Gumma sem stangaði boltann í netið. Framarar hafa því skorað í öllum leikjum sínum í deildinni til þessa.

Gestirnir fengu högg fjórum mínútum síðar er Nacho Heras gerði þriðja mark Keflvíkinga. Heimamenn fengu þrjár hornspyrnu í röð og allt er þegar þrennt er. Boltinn barst á fjærstöngina og þaðan fyrir markið þar sem Nacho var mættur til að afgreiða boltann í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki í Keflavík. Lokatölur 3-1 fyrir Keflavík sem er í 7. sæti með 14 stig en Fram er í 8. sæti með 10 stig. Það má segja að Keflvíkingar séu í fínum málum ef miðað er við byrjun liðsins í mótinu. Liðið hefur ekki tapað í síðustu þremur leikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner