Alþjóðafótboltasambandið FIFA hefur tilkynnt um 50% hækkun á verðlaunafé sem þátttökuþjóðirnar fá á HM á næsta ári. Mótið fer fram að stærstum hluta í Bandaríkjunum en einnig verður leikið í Mexíkó og Kanada.
Samtals verður verðlaunaféð 727 milljónir Bandaríkjadala eða yfir 92 milljarðar íslenskra króna.
Samtals verður verðlaunaféð 727 milljónir Bandaríkjadala eða yfir 92 milljarðar íslenskra króna.
Sigurvegarar mótsins fá 50 milljónir dala og þjóðin í öðru sæti 33 milljónir dala. Þau lið sem komast ekki upp úr riðlakeppninni fá 9 milljónir dala hvert.
Ofan á þetta mun hver þátttökuþjóð fá 1,5 milljónir dala í kostnað við undirbúning.
Gianni Infantino, forseti FIFA, segir að greiðslurnar sýni að HM er byltingarkennt hvað varðar fjárhagslegt framlag til alþjóðlega fótboltasamfélagsins.
FIFA hefur fengið talsverða gagnrýni vegna miðaverðsins á leiki HM en það þykir ansi hátt.
Athugasemdir




