Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   mið 17. desember 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
FIFA hækkar verðlaunafé um 50%
Infantino með þjóðarleigtogum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada.
Infantino með þjóðarleigtogum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada.
Mynd: EPA
Alþjóðafótboltasambandið FIFA hefur tilkynnt um 50% hækkun á verðlaunafé sem þátttökuþjóðirnar fá á HM á næsta ári. Mótið fer fram að stærstum hluta í Bandaríkjunum en einnig verður leikið í Mexíkó og Kanada.

Samtals verður verðlaunaféð 727 milljónir Bandaríkjadala eða yfir 92 milljarðar íslenskra króna.

Sigurvegarar mótsins fá 50 milljónir dala og þjóðin í öðru sæti 33 milljónir dala. Þau lið sem komast ekki upp úr riðlakeppninni fá 9 milljónir dala hvert.

Ofan á þetta mun hver þátttökuþjóð fá 1,5 milljónir dala í kostnað við undirbúning.

Gianni Infantino, forseti FIFA, segir að greiðslurnar sýni að HM er byltingarkennt hvað varðar fjárhagslegt framlag til alþjóðlega fótboltasamfélagsins.

FIFA hefur fengið talsverða gagnrýni vegna miðaverðsins á leiki HM en það þykir ansi hátt.
Athugasemdir
banner
banner